Navigation Menu+

Myrkfælni

Posted on Feb 18, 2013 by in Fréttir, Fréttir af bókum | 0 comments

2

þorsteinnNýtt íslenskt hrollvekjusafn hefur litið dagsins ljós. Bókin Myrkfælni hefur að geyma ellefu stuttar hrollvekjur sem allar fá hárin til að rísa. Sögurnar eru mjög ólíkar, allt frá þjóðsagnakenndum ævintýrum að fantasíum.

Eins og segir á kápu bókarinnar þá er „Myrkfælni smásagnasafn sem hefur að geyma ellefu hrollvekjur þar sem lesendur rekast á ýmsar furður og fólk, jafnt úr fortíð sem nútíð. Sumt má útskýra, annað ekki. Draugar og hvers kyns óvættir birtast mönnum, leiða þá á villgötur og vekja óhug.“ Þó svo allar sögurnar séu hrollvekjur er þær afar ólíkar, allt frá því að hafa nánast þjóðsagnakenndan ævintýrablæ að því að teljast hreinræktaðar fantasíur.

Myrkfælni er fyrsta bók höfundarins Þorsteins Mars sem þó hefur fengið þónokkrar sögur birtar í tímaritum á undanförnum árum. „Ég hef lengi gengið með þennan draum í maganum og reynt að koma skrifum mínum á framfæri,“ segir Þorsteinn. „Hrollvekjur hafa ekki fengið mikla athygli hér á landi og mér fannst kominn tími til að bæta úr því. Ég hef sjálfur mjög gaman af hrollvekjum, og þá ekki síður að lesa þær en skrifa.“ Hann einskorðar sig þó ekki við þess lags bókmenntir og má nefna að hann bar sigur úr býtum í ástarsagnakeppni Vikunnar síðasta sumar, með sögunni Rósu.

Þorsteinn Mar er 33 ára gamall. Hann er menntaður íslenskufræðingur og kennari og starfaði sem slíkur um nokkurst skeið. Undanfarin ár hefur hann hins vegar sinnt starfi vefstjóra hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni.

Myrkfælni er gefin út af nýrri útgáfu, Rúnatý. Þar er ætlunin að leggja áherslu á útgáfu bókmennta sem alla jafna hafa lítið sést hérlendis. Einkum er um að ræða hrollvekjur, fantasíur og vísindaskáldsögur, svokallaðar genre bókmentir. Þess má geta að Rúnatýr merkir guð rúnanna, eða sá sem valdið hefur yfir rúnum, sem verður að teljast skemmtilegt nafn á bókaútgáfu.

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>