Navigation Menu+

Fréttir af litlu útgáfunni

Posted on Feb 18, 2013 by in Fréttir, Fréttir af bókum | 0 comments

70-cthulhu-JWimberly

Jæja, við erum í óða önn að undirbúa komandi vor. Handritin sem við ætlum að koma í kiljuform eru í prófarkarlestri og verið er að vinna að hönnun á kápum þeirra. Við fengum til liðs við okkur frábæran hönnuð og miðað við það sem hann hefur sýnt okkur hingað til erum við ákáflega spennt að sýna ykkur hvernig bækurnar munu koma til með að líta út. Eitt er þó víst, að þær verða mjög flottar. Hlökkum við til að sjá hvernig viðtökur verða við sögum Lovecrafts á íslensku, en rafbókin Kall Cthulhu er sú rafbók sem oftast hefur verið halað niður hérna hjá okkur. Einnig mun koma hrollvekjandi skáldsaga eftir Þorstein Mar, undirritaðan, sem gerist í Reykjavík 1981.

Að sjálfsögðu stefnum við á gefa út allar okkar bækur sem rafbækur á þessu ári. Við höfum verið að leita leiða til að gera það á sem hagkvæmastan og þægilegastan máta fyrir okkur, en um leið án þess að kosta til miklu. Við erum jú lítið forlag með takmarkað fé og svo hægt sé að tryggja að rafbækur séu á eðlilegu rafbókaverði, ef svo mætti að orði komast, þá höfum við ekki treyst okkur til að notfæra okkur annars ágæta þjónustu þeirra hjá Emma.is og hins vegar rafbókaverslun Eymundssonar. Hins vegar horfir til betri vegar í þeim efnum og reiknum við með að á næstu vikum munum við geta fært ykkur fréttir um hvernig þessu verður háttað hjá okkur. Markmið okkar er að bjóða ekki bara upp á rafbækur í fullri lengd, heldur einnig stakar smásögur, eins og við höfum gert hingað til ókeypis hér á síðunni, en reikna með að við leggjum algjört lágmarksgjald á þessar sögur í framtíðinni, enda viljum við að höfundar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Við viljum jú reyna að tryggja að aðstæðurnar séu jákvæðar fyrir alla, win-win situation, ef maður leyfir sér að sletta.

Annars erum við að vinna að tveimur spennandi handritum um þessar mundir, annars vegar fantasíu og hins vegar vísindaskáldsögu, en fyrsti kafli hennar hefur birst hérna sem rafbók og fengið góðar viðtökur. Verður áhugavert að sjá hvernig þessum verkefnum vindur fram.

Að lokum langar okkur til að benda bókaormum á vefinn Goodreads.com. Það er samfélagsvefur sem gengur allur út á lestur bóka og er mjög skemmtilegur. Þó nokkuð er komið inn af íslenskum titlum og má m.a. finna Myrkfælni þar.

 

(Mynd: Cthulhu eftir Jwimberly)

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>