Navigation Menu+

Drakúla á íslensku

Posted on Nov 7, 2013 by in Fréttir af bókum | 0 comments

drakularunatyr

Drakúla, ein frægasta hrollvekja sem skrifuð hefur verið, birtist nú loks í heild sinni á íslensku.

„Greifinn tók greinilega eftir því og hörfaði. Hann glotti fremur grimmilega og sýndi meira af framstæðum tönnunum en hann hafði áður sýnt. Hann settist aftur niður sín megin við eldstæðið. Við þögðum báðir um stund og þegar ég leit í átt að glugganum sá ég fyrstu ljósglætu komandi dags. Yfir öllu var undarleg kyrrð. Þrátt fyrir það varð ég var við marga úlfa spangóla neðar í dalnum. Augu greifans blikuðu og hann sagði: „Hlýðið á börn næturinnar. Hve tónlist þeirra er töfrandi!“

Fyrsta heildarþýðingin á íslensku

drakúlakápamcDrakúla, eftir Bram Stoker, er án efa ein þekktasta hrollvekja allra tíma. Hún kom fyrst út árið 1897 og hefur verið endurútgefin reglulega. Sagan hefur þó aldrei áður komið út í heildarþýðingu á íslensku. „Í raun var þetta verkefni sem okkur fannst við þurfa að ráðast í, svona í ljósi þess að við leggjum áherslu á furðusögur,“ segir Þorsteinn Mar, útgáfustjóri Rúnatýs. „Drakúla er ein af þremur stóru hrollvekjunum, sem stundum er talað um sem „the great three“, ásamt Frankenstein og Dr. Jekyll and Mr. Hyde sem báðar eru til í nýlegum íslenskum þýðingum.“

Það var vandað vel til verks við þýðinguna og má nefna að yfir 100 neðanmálsgreinar eru í bókinni, sem auðvelda lesandanum að skilja textatengsl og skilja þann heim sem sagan er skrifuð í, en neðanmálgreinarnar eru unnar af þýðandanum, Gerði Sif Ingvarsdóttur.

Íslenskir lesendur hafa þó áður getað kynnt sér söguna en hún kom út í endursögn Valdimars Ásgeirssonar í tímaritinu Eimreiðinni snemma á 20. öld, undir nafninu Makt myrkranna, ásamt því að endursagnir fyrir yngri lesendur hafa verið birtar í gegnum tíðina. „Okkur fannst mikilvægt að íslenskur lesendur ættu þess kost að lesa söguna í heild og kynnast því af hverju hún hefur lifað öll þessi ár. Drakúla þarf einfaldlega að vera til á íslensku,“ bætir Þorsteinn við.

Fleiri titlar frá Rúnatý fyrir jólin

Rúnatýr gefur einnig út bókina Vargsöld, núna fyrir jólin, en hún kom út fyrr á árinu í kiljuformi. Bókin, sem er hörkuspennandi fantasía, sem fékk mjög góða dóma í vor og er góður valkostur fyrir alla sem unna furðusögum.

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>