Navigation Menu+

Drakúla

Posted on Feb 23, 2013 by in Fréttir, Fréttir af bókum | 0 comments

Annex - Lugosi, Bela (Dracula)_04

drakúlaGotneska hrollvekjan Drakúla eftir Bram Stoker er ein vinsælasta skáldsaga allra tíma sem hefur verið skrifuð á ensku. Allt frá því hún kom út árið 1897 hefur hún ávallt verið fáanleg. Á Íslandi kom sagan út í endursögn Valdimars Ásgeirssonar og birtist sagan undir nafninu Makt myrkranna sem neðanmálssögur í tímaritinu Eimreiðin snemma á 20. öld. Einnig hafa birst endursagnir fyrir yngri lesendur en sagan í heild sinni hefur aldrei verið þýdd.

Sagan segir, í stuttu máli, frá vampírunni Drakúla greifa og komu hans til Englands. Hann nýtur til þess aðstoðar Jonathans Harkers, sem er fulltrúi lögmannstofu í Lundúnum. Greifinn nærist á nokkrum aðilum í Englandi, þeirra á meðal Minu, tilvonandi eiginkonu Jonathans, og berst Harker, með aðstoða vina þeirra hjóna, m.a. Abrahams van Helsings, við greifann og að losa Minu undan áhrifum og bölvun Drakúla.

Viðtökur

Þó svo að sagan hafi hlotið lof gagnrýnenda þá sló hún ekki gegn við útkomu hennar og í raun er ekki hægt að segja að hún hafi náð athygli almennings fyrr en F. W. Murnay gerði kvikmyndina Nosferatu sem byggð var á sögunni. Kvikmyndin kom út árið 1922, tíu árum eftir andlát Stokers og sá hann því aldrei söguna hljóta þá viðurkenningu sem hún átti skilið. Reyndar var það svo, að Stoker var svo fátækur síðustu æviár sín að hann lifði á styrkjum og neyddist ekkja hans til að selja handritið að bókinni á uppboði ári eftir andlát Stokers, en það fór á 2 pund hjá uppboðshúsi.

Um söguna

Vinnutitill Drakúla var The dead un-dead og allt þar til nokkrum vikum fyrir útgáfu bar það titilinn The Un-Dead. Greifinn bar auk þess nafnið Wampyr lengi framan af og var það ekki fyrr en Stoker las sögu Vlad II, sem hafði tekið upp nafnið Dracul, eftir að hafa hlotið inngöngu í riddarareglu drekans, eða Order of the Dragon, sem var stofnuð árið 1408 af Sigismund, konungi Ungverjalands. Reglunni var ætlað það hlutverk að berjast gegn andstæðingum kristninnar og þá sérstaklega Ottoman-veldinu.

Sagan er um 160 þúsund orð á lengd og var þó stytt nokkuð af ritstjóra Stokers, t.d. birtist smásagan Gestur Drakúla árið 1914, en þar er að finna frásögn sem upphaflega var hluti af 1. kafla. Drakúla inniheldur 27. kafla og er sögð í dagbókarformi, en sögumenn eru nokkrir. Í dag er hún allajafna flokkuð sem ein af hrollvekjunum þremur, en hinar tvær eru Frankenstein eftir Mary Shelley og Dr. Jekyll & Mr. Hyde eftir Robert L. Stevenson.

Áhrif Drakúla verða seint vanmetin. Óteljandi kvikmyndir hafa verið gerðar þar sem greifinn kemur við sögu og hafa margir leikarar spreytt sig á hlutverki hans, m.a. Bela Lugosi, Gary Oldman og Christopher Lee. Sagan hefur einnig haft áhrif hérlendis og m.a. sagði Halldór Laxness að hann hefði lesið þýðingu Valdimars spjalda á milli. Einnig er hægt að sjá tengsl á milli sögu Stokers og Kristnihalds undir Jökli.

Rúnatýr er um þessar mundir að vinna að þýðingu á þessari mögnuðu sögu og stefnan er að koma henni í sölu á þessu ári.

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>