Navigation Menu+

Rúnatýr útgáfa

Rúnatýr

Rúnatýr útgáfa

Rúnatýr útgáfa ehf. gefur út bækur sem alla jafna sjást ekki hérlendis sem íslenskar bókmenntir eftir íslenska höfunda. Hrollvekjur, fantasíur, vísindaskáldsögur og aðrar genre bókmenntir eru í aðalhlutverki hjá okkur.

Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og var fyrsta bókin sem gefin var út smásagnasafnið Myrkfælni eftir Þorstein Mar.

Rúnatýr hefur á að skipa öflugu teymi ritstjóra og leggur mikla áherslu á sterkt og skipulagt ritstjórnarferli. Markmið útgáfunnar er að gefa út bækur sem eru fyrsta flokks innan síns geira. Í ritstjórnarteyminu eru bókmenntafræðingur, íslenskufræðingur og ritstjóri með sérlega menntun í ritstjórnar- og útgáfufræðum. Við erum alltaf að leita að nýjum handritum að furðusögum og hvetjum alla, sérstaklega konur, til að setja sig í samband við okkur.

 

Rúnatýr – hvaðan er nafnið?

Nafnið Rúnatýr vísar til Óðins, en hann var faðir rúnanna. Rúnir voru ritmál síns tíma, eins og flestir vita. Rithöfundar hafa álíka vald yfir hinu ritaða orði og geta gætt það krafti líkt og rúnameistarar forðum. Í hverri sögu er því fólginn galdur og hver rithöfundur rúnatýr út af fyrir sig.

 

Hafa samband

Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið runatyr_hjá_runatyr.is