Navigation Menu+

Hvítir múrar borgarinnar

Posted on Feb 19, 2013 by in Fréttir, Fréttir af bókum | 0 comments

hvtucover2

einarÍ Hvítum múrum borgarinnar lýsir Einar Leif Nielsen framtíðarsýn þar sem allt er falt fyrir rétt verð, hverfi eru afgirt og ólíkar stéttar aðskildar. Þetta er áhugaverð vísindaskáldaga sem sækir í sama brunn og Cyberpunk og Blade Runner. Hvítir múrar borgarinnar kemur út í rafbókaformi í dag og verður hægt að nálgast hana í öllum betri rafbókaverslunum. Verði er að sjálfsögðu stillt í hóf.

Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með veggjum til að verja borgarana fyrir hvor öðrum og mismunandi stéttir aðskildar. Þeim sem standa ekki við skuldbindingar sínar er vísað úr borginni eða jafnvel teknir af lífi. Lex Absque er starfsmaður Vegarins sem innheimtir skuldir fyrir stórfyrirtækið Mammon. Þegar fjármálastjóri fyrirtækisins er myrtur kemur það í hlut Lex að leysa málið. Morðinginn er auðfundinn en Lex er ósáttur við lyktir málsins og ákveður að leita sannleikans upp á eigin spýtur. Þar með setur hann af stað atburðarás sem mun hafa áhrif á alla borgarbúa.

Einar Leif Nielsen er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 2000 og útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Eftir það lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám en þar lauk hann M.Sc. prófi í hagnýtri strærðfræði árið 2006. Síðan þá hefur Einar starfað á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum.

Smelltu hér til að kaupa bókina hjá Skinna.is

Smelltu hér til að kaupa bókina hjá Emma.is

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>