Navigation Menu+

Nýir titlar væntanlegir í kilju

Posted on May 6, 2013 by in Fréttir, Fréttir af bókum | 0 comments

runatyr6

Á næstu vikum eru nýir titlar væntanlegir í kilju frá okkur og við hlökkum til að sjá hvernig þessum furðusögum verður tekið. Við vonum að þetta verði mikið og gott furðusagnasumar.

hvtucover2 Fyrsta ber að nefna vísindaskáldsöguna Hvítir múrar borgarinnar eftir Einar Leif Nielsen. Sagan segir frá Lex, starfsmanni innheimtufyrirtækisins Mammon, sem ákveður að rannsaka mál sem fyrirtækið hefur lokað. Það leiðir hann fljótt í atburðarrás sem á eftir að hafa stórvægileg áhrif á líf hans og allra íbúa risavöxnu borgarinnar þar sem Lex býr. Hvítir múrar borgarinnar kom út sem rafbók í janúar síðastliðnum og hefur hlotið ágætar viðtökur, bæði selst vel og fengið jákvæða dóma. Þetta er fyrsta bók Einars.

Þoka_kapaÞá mun einnig koma út fantasían Vargsöld, sem er fyrsta bókin í lengri bókaflokki. Fyrir mörgum öldum spáði jórskur prestur því, að upp rynni öld Vargsins með svartnætti sínu og óvættum. Þegar framandi verur ráðast á þorpið Vegamót slær óhug að íbúum þess og fær Ráðgríð, ásamt vini sínum Hræreki, það verkefni að láta greifann af Norðmæri vita en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér og mun reyna á vináttu þeirra. Hefur Ráðgríð það sem þarf til að verða hetja? Vargsöld er þriðja bók Þorsteins, en áður hafa komið út smásagnasafnið Myrkfælni og skáldsagan Þoka.

coverflottinn2Eins vonumst við til að koma gufupönkssögunni Flóttinn til skýjanna eftir Kristján Má Gunnarsson í kilju í sumar. Segir sagan frá Trinius, sem er rómverskur og endar sem strandaglópur í borginni þegar umsátrið hefst. Hann tekur höndum saman við Júlíu, skipstjóra sjóræningjaskipsins Ariadne. Saman hrinda þau af stað flóttaáætlun sem er bæði stórhættulega og snarbrjáluð. En þegar hið mögulega þrýtur, reynirðu hið ómögulega. Flóttinn til skýjanna er fyrsta bók í Rómarþríleiknum, þar sem loftskipssjóræningjar og leynifélög berjast um völd og áhrif. Eins er sagan fyrsta bók Kristjáns Más.

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>