Navigation Menu+

Allra heilagra messa

Posted on Feb 18, 2013 by in Fréttir | 0 comments

halloween-wallpaper(1)

Þann 31. október er venjulega haldin Hrekkjavaka í Bandaríkjunum. Börn klæða sig upp í búninga og hlaupa milli húsa, þar sem íbúum er boðið að kaupa sig undan því að vera hrekkt með því að gefa börnunum sælgæti. Má rekja þennan sið til þess er fátækir fóru á miðöldum á milli húsa eða bæja og báðust ölmusu gegn því að biðja fyrir sálum hinna látnu. Hátíðin sjálf er hins vegar mun eldri og á sér jafnvel örlítið dekkri hlið, sem oft er vísað til í hrollvekjum.

Orðið Hrekkjavaka er í raun frekar slæm þýðing á enska orðinu Halloween. Upphaflega var þetta Hallow evening, eða Hallow e’en, en upphaflega var þetta kvöld fyrir Allra heilagra messu kallað All hallow evening. Þannig væri kannski réttara að kalla þetta kvöld á íslensku Heilagravaka. Þessa hátíð má rekja til keltnesku hátíðarinnar Samhain (orðið þýðir sumarlok). Þetta kvöld var notað til að fagna sumarlokum, að hey og uppskera væri komin í hús og kaldir vetrarmánuðir framundan. Einnig var það trú Kelta að þetta kvöld væru skilin á milli raunheima og þeirra yfirnáttúrulega hvað þynnst og því gætu djöflar, andar hvers konar og forynjur ferðast á milli. Til halda frá þeim illu reistu þeir mikla bálkesti og ákölluðu guðina með fórnum hvers konar, t.d. með því að fórna dýrum og hugsanlega líka mönnum.

Þaðan er fengin þessi dökka hlið Hrekkjavökunnar. Mörgum finnst þetta kvöld fullkomið til að lesa eða horfa á hrollvekjur og hefur þessi tími verið margnýttur af rithöfundum og kvikmyndagerðafólki. Ef þú trúir því að skilin séu þunn milli heima, þá mætti hugsanlega benda þér á að skv. kristnum útskýringum þá ættu skilin að vera hvað þynnst klukkan 3 eftir miðnætti, en þá telja þeir nóttina vera hvað dekksta. Ástæða þess er sú, að Kristur er talinn hafa látist á krossinum klukkan 15 og því eiga djöflar og þeirra afkvæmi hvað greiðasta leið inn í okkar heim þegar klukkan er hvað lengst frá þeirri tímasetningu.

Púrítanar og mótmælendur tóku ekki vel í þessa hátíð til að byrja með, þótti hún barbarísk með vísun til upphafs hennar, kaþólsk með vísun í ölmusuferðir fátækra og er Hrekkjavöku ekki að finna sem hátíðisdag á bandarískum almanaökum frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar. Hins vegar virðast Írar og Skotar hafa haldið fast í þennan sið og báru hann með sér þegar fólksflutningar þeirra hófust af krafti yfir Atlantshafið. Til eru ritaðar heimildir um þessa hátíð þarlendis allt frá 16. öld og virðist kirkjan þar hafa litið á hátíðina sem hluta af menningu þeirra.

Í dag er hrekkjavöku fagnað víða. Við Íslendingar höfum á undanförnum árum tekið upp þann sið að halda Hrekkjavökupartý, þar sem gestir koma klæddir í búninga og skemmta sér saman. Oftar en ekki er nokkuð dökkt þema í búningagerðinni, t.d. eru uppvakningar og vampírur algengar. Við eigum okkur þó búningadag, þ.e. Öskudag, þar sem börn klæða sig í búninga og hrekkja fólk með því að festa öskupoka á það. Öskudagur er venjulega við upphaf Lönguföstu. Sá dagur á sér einnig langa sögu en verður ekki fjallað nánar um hana hér. Hrekkjavakan virðist hins vegar komin til að vera og spurning hvenær börn klæða sig í búninga og hlaupa milli húsa, rétt eins og gert er í Bandaríkjunum.

 

(Hlekkur á mynd.)

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>