Navigation Menu+

Var Lovecraft rasisti?

Posted on Feb 18, 2013 by in Fréttir, Hugleiðingar | 0 comments

hp_lovecraft_portraits_portrait_desktop_1280x1024_hd-wallpaper-737478

Við þessu er til einfalt svar: Já!

H. P. Lovecraft trúði því að hvíti kynþátturinn væri best til þess fallinn að leiða hina kynþættina, enda væru þeir ekki jafn þróaðir og sá hvíti. Fordómar hans náðu þó lengra, því hann var líka þess fullviss að aríar væru betri en gyðingar og konur ekki jafnar körlum. Og hann gekk enn lengra, því hann trúði því að enskumælandi fólk, sér í lagi þeir sem áttu sér enska forfeður, væru öðrum fremri. Þó vissulega hafi margir í Bandaríkjunum við og áratugina eftir aldamótin 1900 verið svipaðrar skoðunar og Lovecraft, þá ganga skoðanir hans í mörgu lengra en hefðbundið var og er hægt að afsaka með tíðaranda.

Séu sögur hans skoðaðar með þetta í huga má reka augun í margt sem kemur nútímalesendum spánskt fyrir sjónir, t.d. er fjallað með afskaplega niðrandi hætti um þá sem voru í sértrúarsöfnuðinum í fenunum í kringum New Orleans í þekktustu sögu hans, Kall Cthulhu.

Eftir langa og stranga ferð úr feninu var styttan rannsökuð í aðalstöðvum lögreglunnar, en fangarnir reyndust allir vera af lágt settu, blönduðu og andlega brengluðu kyni. Flestir voru sjómenn. Hópurinn samanstóð af negrum og múlötum, að stærstum hluta frá eyjum í Karabíahafinu eða Brava-Portúgalar frá Cape Verde eyjum, sem óneitanlega setti ákveðinn voodoo-blæ á þennan einkynja söfnuð karlmanna. Ekki þurfti að spyrja margra spurninga til að komast að því, að eitthvað mun eldra og myrkara en hefðbundin negratrú ætti í hlut. Á óvart kom hve staðfastir þeir voru og héldu dauðataki í hugmyndafræði hinnar fyrirlitlegu trúar sinnar, enda fáfróðir og siðspilltir.

Má rekast á fleiri slíkar lýsingar og einna lengst gengur hann í lýsingu sinni á svarta hnefaleikamanninum Buck Robinson í sögunni Herbert West, Reanimator.

Hins vegar má velta því fyrir sér hvort að skoðanir hans sem einstaklings skipti máli þegar sögur hans eru metnar eða lesnar. Fordómar Lovecrafts geta vissulega komið við kaunin á okkur sem lesum sögur hans í dag, meira en 70 árum eftir að þær voru skrifaðar og myndum við sætta okkur við slíkt hjá nútímahöfundum? En ef við horfum ekki í gegnum fingur okkar með svona lýsingar, skoðanir höfunda eða persóna í sögum, þá er hættan sú að við kynnum að verða af býsna mörgum stórverkum sem skrifuð hafa verið í gegnum tíðina. Ætli jafnréttissinnar myndu taka Hemingway fagnandi kæmi hann fram með sögur sínar af alpa-karlinum í dag? Ætli Ezra Pound fengi góðar viðtökur við and-semítískum hugleiðingum í verkum sínum í dag? Hvað með Kafka, Poe, Blackwood og svo mætti lengi telja?

Nú er ekki verið að mæla fordómum Lovecrafts bót, þvert á móti sýna þeir einmitt ákveðna fávisku og ótta. Lovecraft sagði hins vegar að sterkasta og rótgrónasta tilfinning mannsins væri ótti, sterkasti og rótgrónasti óttinn væri við hið ókunna. Og mætti ekki segja að hugsanlega hafi það einnig átt við um hann og ótta hans við aðra kynþætti?

 

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>