Navigation Menu+

Skiptir lengd rafbóka máli?

Posted on Feb 18, 2013 by in Fréttir, Hugleiðingar | 1 comment

ebook01

Bækur hafa lengst mjög á undanförnum árum. Hvort sem það er fyrir sakir hinnar þýsku epísku sögu eða hvaða annarra áhrifa, þá er þetta sérstaklega merkjanlegt í kringum jólin hérlendis. Söluhæstu bækurnar telja nokkur hundruð blaðsíður, eru vandlega innbundnar og með pappírskápu sem er jafnvel með upphleyptri mynd. Sem sagt, eigulegur hlutur sem gaman er að gefa og þiggja. Að vori koma svo oft bækurnar frá liðnu jólabókaflóði út sem kiljur, en ásamt þeim eru gefnar út nýjar sögur í sama formi. Lesendur margir njóta þess að lesa þessa doðranta og sökkva sér ofan í þá heima sem í bókunum er að finna. Fyrir nokkru þótti góð lengd á skáldsögu vera um 250-300 blaðsíður prentaðar og voru ekki margar sögur sem fóru langt umfram þá lengd. Nærtækast er að benda á muninn á lengd fyrstu og síðustu Harry Potter bókanna. Í dag hika höfundar ekki við að skila af sér 400-600 blaðsíðna verkum. En skiptir lengd máli þegar um rafbækur er að ræða?

Það gerir svo að vissu leyti. Þegar lesendur notast við lesbretti á borð við Kindle, iPad eða álíka tæki, þá missa þeir oft tilfinningu fyrir því hversu þeim gengur í lestrinum, hversu langt þeir eru komnir inn í bókina enda hafa þeir ekki blaðsíður prentaða eintaksins sem viðmið fyrir framan sig. Hins vegar hafa þeir t.d. mælistikuna neðst á skjá Kindle og hættan er sú, sé bók mjög löng, að stikan færist afar hægt þrátt fyrir ítrekaðar flettingar. Þá geta sumir lesendur upplifað lesturinn sem kvöð og verður hann þá fyrir vikið ekki jafn gefandi og áður. Þannig getur lengd rafbóka virkað í raun gegn lesendum og dregið úr áhuga þeirra.

Auðvitað er það misjafnt milli einstaklinga hvernig þeir upplifa þetta, en þetta er engu að síður nokkuð sem rithöfundar ættu að hafa í huga. Langar rafbækur geta verið lýjandi í lestri, þrátt fyrir að vera áhugaverðar engu að síður.

Reynsla okkar af því að gefa út stakar smásögur og nóvellur er sú, að áhugi rafbókalesenda fyrir slíku efni er talsverður. Selst hvort form fyrir sig ágætlega enda þægilegt að geta gripið í eina smásögu eða stutta skáldsögu, stikan færist hratt yfir skjáinn og hugsanlega má spyrja, hvort rafbókavæðingin feli í sér að form sem hingað til hafa verið í jaðri útgáfustarfsemi forlaga (smásögur, ljóð, nóvellur), bókmenntaform sem allajafna henta ekki vel í jólabókaflóðið, eigi sér bjargvætt í rafbókinni?

468 ad

1 Comment

  1. Já gaman að sjá sérstöðu rafbókarinnar. Kannski að ég sendi staka sögu einhverntíma til ykkar. :)

Leave a Reply to Auður A. Hafsteinsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>