Navigation Menu+

Vargsöld

Posted on Jun 6, 2013 by in Fréttir af bókum | 2 comments

Þoka_kapa

Í Vargsöld segir Þorsteinn Mar frá heimi þar sem óvættir, tröll og stríð ógna íbúum þorpsins Vegamót í landi sem nefnist Norðmæri. Hér á ferðinni áhugaverð og spennandi fantasía sem unnendur slíkra bókmennta ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Illur máni er dreginn á næturhimin og langur vetur í nánd

vargsöldFyrir mörgum öldum spáði jórskur prestur því, að upp rynni öld Vargsins með svartnætti sínu og óvættum. Þegar ókunnar verur ráðast á þorpið Vegamót slær óhug að íbúum þess og fær Ráðgríð, ásamt vini sínum Hræreki, það verkefni að láta greifann af Norðmæri vita en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér og mun reyna á vináttu þeirra. Hefur Ráðgríð það sem þarf til að vera hetja?

Út er komin fantasían Vargsöld eftir rithöfundinn Þorstein Mar. Um er að ræða ungmennasögu (e. Young-Adult) sem segir frá Ráðgríð, ungri konu, sem býr í landi sem heitir Norðmæri. Hún lendir þar í ýmsum ævintýrum og þarf að takast á við ólíkar hættur, bæði vættir og menn. Er þessi bók sú fyrsta í sögunni um Ráðgríð, en bókaflokkurinn mun bera nafnið Roðasteinninn.

„Langaði að skrifa um kvenhetju“

„Mig langaði til að skrifa fantasíu þar sem væri að finna kvenhetju, því mér finnst stundum hallað á konur í hefðbundnum fantasíum,“ segir Þorsteinn Mar. Í heimssköpun sinni sækir hann jafnt í brunn þjóð- og Íslendingasagna, sem og til hefðbundinna fantasía.

Furðusögur og fantasíur hafa verið vaxandi hérlendis undanfarin ár og áhugi lesenda aukist jafnt og þétt. Fantasíur hafa átt miklum vinsældum að fagna erlendis og hafa aðeins þær allra vinsælustu verið þýddar, sbr. Hringadróttinssaga og Harry Potter.

Út hafa komið tvær bækur eftir Þorstein Mar, smásagnasafnið Myrkfælni og skáldsagan Þoka. Þá hafa einnig komið út styttri textar eftir hann í rafbókaformi, t.d. nóvellan Svartárkot og ýmsar smásögur. Eins þýddi hann smásögur eftir H. P. Lovecraft sem komu út í safni á síðasta ári, Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur.

Úr umsögnum um Vargsöld:

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir (Orð um bækur): …lipurlega skrifuð fantasía, vel uppbyggð og spennandi … ég myndi ekki hika við að gefa unglingunum í fjölskyldu minni þessa bók að gjöf …

Védís Ragnheiðardóttir (Nörd Norðursins): …mér finnst sagan áhugaverð og ég hlakka til að lesa hvað gerist í næstu bókum, aðalpersónur og helstu aukapersónur eru áhugaverðar og ólíkar og allar eru þær margbrotnar…

Ármann Halldórsson: …Þorsteinn er vaxandi og spennandi höfundur … ég legg til að allir sem einhvern áhuga hafi á svona bókum stökkvi í næstu bókabúð og kaupi sér eintak…

Kápa bókarinnar er unnin af listakonunni Margréti Nilsdóttur.

 

468 ad

2 Comments

  1. Er hægt að nálgast bókina í útlöndum, Þ.e fengið í pósti?

Leave a Reply to Kristján Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>