Navigation Menu+

Stolnar stundir

Posted on Feb 19, 2013 by in Fréttir, Fréttir af bókum | 0 comments

stolnarstundir1

5637149637Nóvellan Stolnar stundir segir frá nokkrum dögum í lífi ungra hjóna. Hringt er í skakkt númer sem á eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar og leyndarmál er afhjúpað. Stíll sögunnar er einfaldur en undir yfirborðinu leynast margræðar spurningar, meðal annars um sjálfstæði einstaklingsins gagnvart hlutverkunum sem hann leikur í tilverunni og hugarfarið í samfélaginu á nýliðnum góðærisárum. Ágúst Borgþór hefur getið sér gott orð sem smásagnahöfundur og er óhætt að segja að Stolnar stundir séu með hans bestu verkum.

Ágúst Borgþór hefur fengist við sagnagerð árum saman og sent frá sér fimm smásagnasöfn og eina skáldsögu. Næsta bók hans er væntanleg í haust. Ágúst Borgþór starfar ennfremur sem þýðandi og textasmiður hjá Skjal – þýðingastofu ehf. Hann er giftur, tveggja barna faðir og býr í Vesturbænum.

Smelltu hér til að kaupa bókina á Skinna.is

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>