Fjallað um Kall Cthulhu í Morgunblaðinu

Fjallað var um þýðinguna á sögum Lovecrafts í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var og sagði Árni Matthíasson að sögurnar væru ósvikin skemmtilesning. Einnig nefndi hann að Þorsteinn Mar hefði komist alla jafna vel frá þýðingunni, en hún væri á nokkrum stöðum stirðbusaleg og kannski full nálægt stíl Lovecrafts. Í heildina fær bókin þrjár og hálfa stjörnu.