Navigation Menu+

Sögusvið Vargsaldar

Posted on Jul 6, 2013 by in Fréttir af bókum | 0 comments

norð2run

Sögusvið Vargsaldar er ímyndaður heimur, sem sækir þó margt til Íslendingasagna og hefðbundinna fantasía. Sagan gerist í landinu Norðmæri, sem er nyrst á stóru landflæmi sem skiptist í þrennt, Dalina og Gerinslönd auk Norðmæris. Arnarmar liggur vestan megin við Norðmæri en Miklahaf að austan. Svörtufjöll marka mæri Dalanna og Norðmæris. Rauðviður þekur Norðmæri að mestu leyti, að skögunum tveimur undanskildum, Tröllaskaga og Karlaskaga. Dyngjufjöll eru á austurlandi, við Karlaskaga, en Fúlafen í suðvestur hluta Norðmæris. Slé og Skrúðsá eru helstu fljótin á Norðmæri.

Margir mannsaldrar eru síðan Norðmæri byggðist og eru þar nokkur þorp auk höfuðborgarinnar Fálkahafnar. Stærst þessara þorpa er Vegamót, en það stendur við mót nokkurra þekktra slóða. Þorpsbúar hafa atvinnu af því að selja unnar vörur úr skóginum og grænstakkar verja það  og vegina í skóginum gegn óvættum og rándýrum. Vesturvör stendur við Arnarmar og þar hafa þorpsbúar helst atvinnu af fiskveiðum. Landverðir gæta þorpsins og vitanna í kringum það. Þrúðheimar er nyrsta þorpið á Norðmæri, þar hafa þorpsbúar einkum atvinnu af fiskveiðum og verslun hvers konar. Þryðir verja Þrúðheima. Slévað stendur við, eins og nafnið gefur til kynna, við vað á fljótinu Slé og er minnsta þorpið af þeim. Íbúar vinna vörur úr skóginum og lítill hópur varðmanna verja það og slóðirnar í kring. Fálkahöfn er höfuðborg Norðmæris og þar býr Arbert, greifi, í kastalanum Skrúðsborg. Fálkahöfn stendur við ósa Skrúðsár en fyrir utan borgina stendur Skrúður þar sem kastali greifans stendur.

Í skóginum eru fjölbreytt dýralíf en flestum óvættum hefur verið bolað úr skóginum. Tröll búa nú aðallega í Dröngum á Karlaskaga. Þjóðsögur segja að ugrar, dularfullar verur sem sagðar eru eiga í sérstöku sambandi við skóginn og náttúruna, búi undir rótum Dyngjufjalla. Helstu rándýrin í skóginum eru úlfar, rauðbirnir, gaupur, rökkurrefir og fjallaljón. Rauðviðartrén sjálf eru há og stofnar þess þykkir. Íbúar landsins, og sérstaklega þeir sem búa í kringum Vegamót, hafa lært að búa sér til greni og smáhýsi á greinum trjánna, þangað sem hægt er að leita skjóls eða sem geymslur. Úr viðnum er hægt að vinna húsgögn og ýmis tól, en íbúar landsins kaupa mestan málm frá Dölunum. Flestir fara um fótgangandi, að riddurum greifans undanskildum, enda hestar munaður sem fæstir geta leyft sér.

Í sögunni segir frá grænstakkinum Ráðgríð, ungri konu frá þorpinu Vegamótum. Þegar undarlegar verur sækja að Vegamótum slær óhug að íbúum þess og fær Ráðgríð það verkefni, ásamt Hræreki vini sínum, að flytja greifanum í Fálkahöfn fréttirnar. Sú ferð á að eftir að draga dilk á eftir sér og lenda þau í miklum ævintýrum í kjölfarið.

Vargsöld er fáanleg í flestum betri bókabúðum. Einnig er hægt að nálgast rafbókina hjá flestum rafbókabúðum.

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>