Navigation Menu+

Rúnatýr á Goodreads

Posted on Mar 5, 2013 by in Fréttir af bókum | 0 comments

58074942

Bækur Rúnatýs eru aðgengilegar á samfélagsvefnum Goodreads. Hægt er að sjá hér að neðan hvaða bækur má nálgast þar, sem og hver stjörnugjöf þeirra er. Við hvetjum alla bókaunnendur til að notfæra sér þennan skemmtilega vef, þar eru nú þegar fjölmargir íslenskir notendur og hægt að nálgast margar íslenskar bækur, ásamt stjörnugjöf notenda, en hægt er að gefa hverri bók frá einni til fimm stjörnur, sem og gagnrýni eða umfjallanir þeirra.

Myrkfælni kom út vorið 2011 og fékk ágætar viðtökur, þrjár stjörnur og Þorsteinn sagður efnilegur höfundur. Lesendur rekast á ýmsar furður og fólk, jafnt úr fortíð sem nútíð. Sumt má útskýra, annað ekki. Draugar og hvers kyns óvættir birtast mönnum, leiða þá á villgötur og vekja óhug.

 


 

Skömmu eftir áramót snemma á 9. áratugnum finnst mannlaust skip á Faxaflóa. Enginn veit hvaðan það kom, hvers lenskt það er eða hvernig það endaði við Íslandsstrendur. Eftir að Landhelgisgæslan hefur dregið skipið til hafnar er því komið í hendurnar á lögreglu til frekari rannsókna þar sem auðsýnilegt er að eitthvað slæmt hefur gerst um borð. Upp frá því hefst hrina hryllilegra morða í Reykjavík og undarleg þoka leggst yfir borgina við Sundin. Nokkrir fræðimenn eru kallaðir til aðstoðar en tekst þeim að komast að því hver morðinginn er?

 


 

H. P. Lovecraft er einn af áhrifamestu höfundum hryllingsbókmennta samtímans. Eftir hann liggja fjölmargar smásögur og nóvellur. Í þessu safni er reynt að gefa mynd af höfundarverki hans. Í safninu má finna sögurnar Vitnisburður Randolps Carters, Hinir guðirnir, Kettirnir í Ulthar, Kall Cthulhu og Við hugarfársins fjöll.

 


 

Smásagnasafnið Tvisvar á ævinni inniheldur margar af besti smásögum Ágústs Borgþórs, en hann er meðal okkar fremstu smásagnahöfunda. Margar af þeim níu sögum sem hér er að finna hafa birst á prenti áður sem og unnið til verðlauna. Stíll Ágústs er einfaldur, blátt áfram og myndríkur. Titill bókarinnar vísar hins vegar til meginþema sagnanna, en þær lýsa því á óvæntan og stundum dulúðugan hátt hvernig fortíðin vitjar okkar, persónurnar verða oft fyrir sömu reynslunni í annað sinn á ævinni og bregðast við henni og minningunni sem hún vekur á mismunandi hátt.

 


 

Nóvellan Stolnar stundir segir frá nokkrum dögum í lífi ungra hjóna. Hringt er í skakkt númer sem á eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar og leyndarmál er afhjúpað. Stíll sögunnar er einfaldur en undir yfirborðinu leynast margræðar spurningar, meðal annars um sjálfstæði einstaklingsins gagnvart hlutverkunum sem hann leikur í tilverunni og hugarfarið í samfélaginu á nýliðnum góðærisárum.

 


 

Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með veggjum til að verja borgarana fyrir hvor öðrum og mismunandi stéttir aðskildar. Þeir sem standa ekki við skuldbindingar sínar er vísað úr borginni eða jafnvel teknir af lífi. Lex Absque er starfsmaður Vegarins sem innheimtir skuldir fyrir stórfyrirtækið Mammon. Eina kvöldstund verður á vegi hans mál sem tengist einum af valdamestu mönnum samfélagsins. Hann er sendur í eitt fínasta hverfi borgarinnar að vegna morðs á fjármálastjóra Mammons. Morðinginn er auðfundinn en Lex er ósáttur við lyktir málsins. Hann ákveður því komast að sannleikanum sjálfur. Þetta leiðir hann inn í atburðarrás sem mun hafa áhrif á alla borgarbúa.

468 ad

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>